Skref 1

Farið er á www.isnic.is og þar er farið í Innskráning
isnic1

Skref 2

Þar skráir þú inn upplýsingar sem þú hefur fengið frá ISNIC í pósti.
ATH:
ef þú manst ekki þessar upplýsingar getur þú sótt um týnt lykilorð.
isnic2

Skref 3

Smelltu á það lén sem þú vilt flytja yfir til Opex og smelltu þar næst á “flytja hýsingu”
isnic3

Skref 4

Hér velur þú “Opex ehf” úr fellilistanum.
Nafnaþjónar Opex ættu þá að koma inn sjálfkrafa.

Þú ferð þá í “Áfram”

isnic4

Skref 5

Nú ætti ISNIC að gera prófanir til þess að ganga úr skugga um að DNS hjá Opex sé klár.
Allt ætti að ganga smurt og þú einfaldlega færð meldingu um að þetta sé komið í biðröð hjá ISNIC.

Eðli nafnaþjóna er þannig að flutningur á hýsingu þinni gæti tekið allt að 24 klst.

Velkomin/n í hýsingu hjá Opex!

Hjálpaði þessi grein þér?

Lokað er fyrir athugasemdir.